fbpx

Líf mun standa fyrir söfnunarátakinu GEFÐU LÍF á þessum fyrstu mánuðum ársins ásamt söfnunarútsendingu á Stöð 2 föstudagskvöld 4. mars n.k. Átakið er unnið í samvinnu við Sagafilm sem framleiðir söfnunarþáttinn fyrir Stöð 2.

Tilgangur átaksins er að styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og einnig þeirra kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.

Kvennadeildin er nú illa búin tækjum auk þess sem húsnæðið er orðið gamalt og þarfnast endurnýjunar. Hugmyndin er að nýta söfnunarféð til endurnýjunar. Á deildinni fara fram um 70% fæðinga á landinu auk annarra kvenlækninga, eins og t.d. lækninga vegna krabbameins í legi og brjóstum. Markmið Lífs er að nútímavæða deildina og tryggja að konum og börnum séu búnar bestu hugsanlegar aðstæður til að fæðast, dafna og þrífast í lífinu. Við hlúum að lífinu í landinu með því að styrkja kvennadeildina … og hvað er þjóðinni mikilvægara þegar horft er til framtíðar?

Takið kvöldið 4. mars frá og hvetjið alla til að horfa!