fbpx

Hið árlega Globeathon hlaup Lífs styrktarfélags og Krabbameinsfélagsins fór fram þann 11. september síðast liðinn. Í ár vorum við í samstarfi með veitingastaðnum Nauthól og var hlaupið þaðan.  Þátttakendur voru rúmlega 200 talsins  sem hlaupu í blíðskapar veðri frá Öskjuhlíð og inn í Fossvoginn. Globeathon er alþjóðleg hreyfing til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum og að því tilefni efndum við til opins fundar í húsakynnum Krabbameinsfélagsins um margar hliðar krabbameins.

Ákveðið var að þessu sinni að allur ágóði af hlaupinu færi til styrktar Dagdeildar blóð-og krabbameina 11B á Landspítalanum en hugmyndin er að gera þá deild fallegri og heimilislegri fyrir þá sjúklinga sem þangað koma í lyfjameðferð.  Að þessu sinni safnaðist 726.000 kr og er vinna farin í gang að að útfæra þessar breytingar á deildinni.