fbpx

Í Árshátíðarviku Fjölbrautarskólans í Breiðholti fara útvarpsþættir í loftið í svokölluðu árshátíðarútvarpi á vegum nemenda. Í tveimur af þessum útvarpsþáttum ætla þáttastjórnendur að taka við áskorunum gegn pening til styrktar Líf. Þetta verða þættirnir Hvergiland og FM Thugin sem eru á dagskrá frá mánudag til miðvikudags; Hvergiland frá klukkan 10-12 að morgni og FM Thugin frá klukkan 22-1 að kvöldi til alla dagana.

Útvarpsbylgjan er FM 89,0 og hægt er að hringja inn í númerið 557 7890. Nú þegar eru komnar áskoranir og er ein til dæmis að allir þáttastjórnendur Hvergilands skuli hlaupa hringinn í kringum skólann í Borat-lendarskýlu ef við náum að safna upp í 30.000.

Þátttastjórnendur vilja hvetja alla til að hringja inn og styrkja Líf og í leiðinni fá einhverja óvita til að gera eitthvað fáránlegt.