Undirbúningurinn
Það hefur verið markmið John Snorra um nokkurt skeið að ganga upp á K2 en undirbúningurinn hans hófst fyrir alvöru 3. apríl sl. þegar hann fór til Nepal þar sem hann hyggst klífa fjórða hæsta fjall heims, Lhotse (8,516 metrar).  Farin er sama leið og upp Everest nema síðasta leggin þá er farið til hægri en þeir sem fara á Everest til vinstri. Ef sú ganga gengur vel mun John Snorri verða fyrsti Íslendingurinn að klífa það fjall. Leiðangurinn tekur um 55 daga.

K2
Þann 9. júní heldur John Snorri til Islamabad og þaðan í grunnbúðir K2. Ferðalagið um skóg – og fjallendi Pakistans getur verið stórbrotið og áhættusamt þar sem mikið eru um öfgahópa í landinu.   Reiknað er með að John Snorri verði kominn í grunnbúðir K2 seinni hluta júnímánaðar.  Þar mun hann dvelja áður en hann klifur þetta erfiðasta fjall heims. Leiðangurinn tekur líklega um 80 daga.