Author Archives: gih

John Snorri á toppnum!

Þann 28 Júlí varð John Snorri fyrstur Íslendinga til þess að toppa fjallið K2. Hann er kominn í grunnbúðir K2 sem eru í um 5000 metra hæð. Léttur og kátur eftir hátt í tíu tíma göngu frá búðum fjögur. John Snorri var jafnframt fyrstur niður fjallið. Miklir fagnaðarfundir voru með þeim John Snorra og Kára Schram kvikmyndatökumanni sem hefur fylgt John Snorra […]

Það styttist í brottför á toppinn.

John Snorri hefur það ekki svona náðugt þessa stundina.  Í nótt svaf hann í sama tjaldi (tveggja manna) ásamt þremur öðrum fjallagörpum staddur í búðum fjögur á K2. Hvíldinni feginn eftir rosalegan dag. Það styttist í brottför á toppinn. Hópurinn stefnir á að vera þar um miðja nótt á íslenskum tíma. Við höldum áfram að fylgjast […]

John Snorri fyrstur íslendinga upp á Mt Lhotse(8516m)

Í morgun klukkan 10:20 á íslenskum tíma varð John Snorri Sigurjónsson fyrstur Íslendinga til að ná á topp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjall í heimi eða 8516 metrar. John Snorri hefur í nokkurn tíma beðið í grunnbúðum eftir tækifærinu að komast á toppinn, tækifærið kom í gær og þá var ekki eftir neinu að […]

John Snorri getur byrjað að hlakka til að komast niður af Lhotse því á sama tíma og hann heldur af stað upp síðasta spölinn, ætlar Lína Móey konan hans og Baltazar sonur þeirra að ganga til móts við hann. Þau stefna á að hittast í þorpinu Namche Bazaar sem er í 3.440 m. hæð og […]

Er þetta áhugavert? Láttu aðra vita og taktu þátt