John Snorri á toppnum!

Þann 28 Júlí varð John Snorri fyrstur Íslendinga til þess að toppa fjallið K2. Hann er kominn í grunnbúðir K2 sem eru í um 5000 metra hæð. Léttur og kátur eftir hátt í tíu tíma göngu frá búðum fjögur. John Snorri var jafnframt fyrstur niður fjallið. Miklir fagnaðarfundir voru með þeim John Snorra og Kára Schram kvikmyndatökumanni sem hefur fylgt John Snorra í um nokkurra mánaða skeið vegna alþjóðlegrar heimildarmyndar sem er í bígerð.

Hægt er að heita á John Snorra á www.lifsspor.is – öll upphæðin sem safnast rennur beint til Kvennadeildar Landspítalans. #LífssporáK2

Please follow and like us:

Athugasemdir

Athugasemdir

Er þetta áhugavert? Láttu aðra vita og taktu þátt