John Snorri fyrstur íslendinga upp á Mt Lhotse(8516m)

Í morgun klukkan 10:20 á íslenskum tíma varð John Snorri Sigurjónsson fyrstur Íslendinga til að ná á topp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjall í heimi eða 8516 metrar.
John Snorri hefur í nokkurn tíma beðið í grunnbúðum eftir tækifærinu að komast á toppinn, tækifærið kom í gær og þá var ekki eftir neinu að bíða.

Sökum veðurs var ákveðið að sleppa búðum númer fjögur, sem eru þær sömu og Everestfarar stoppa í áður en þeir halda á topp Everest. Tveir sherpar voru með í för og hjálpaði John Snorri og írskur göngufélagi hans við að leggja línurnar svo þeir kæmust á toppinn.  Gangan varð hægari fyrir vikið en eftir 17 klukkustundir náðu þeir ætlunarverki sínu og stóðu á toppi Lhotse. Talið er að það taki fjórmenningana fjóra klukkutíma að komast aftur niður í búðir 3.  Það er líklegt að þeir verði hvíldinni fegnir.   Írski göngugarpurinn sem var með John Snorra í för var einnig fyrstur Íra til að komast á topp Lhotse. Því má því segja að þó þessar þjóðir hafi ekki komist áfram í Eurovision um helgina náðu þær að toppa sig í dag.

Gangan á Lhotse er einn liður í undirbúning John Snorra að klífa K2 í sumar. Næsta fjall er eitt erfiðasta fjall í heimi eða K2. Undirbúningur fyrir það verkefni hefst um leið og John Snorri kemur niður frá Lhotse. Hægt er að fylgjast með þessu ferðalagi John Snorra á www.lifsspor.is og á facebooksíðunni Lífsspor á K2.

Til hamingju með þennan áfanga John Snorri. Við höldum áfram að fylgjast með þér.

Please follow and like us:

Athugasemdir

Athugasemdir

Er þetta áhugavert? Láttu aðra vita og taktu þátt