John Snorri getur byrjað að hlakka til að komast niður af Lhotse því á sama tíma og hann heldur af stað upp síðasta spölinn, ætlar Lína Móey konan hans og Baltazar sonur þeirra að ganga til móts við hann. Þau stefna á að hittast í þorpinu Namche Bazaar sem er í 3.440 m. hæð og er síðasta (stærsta) þorpið áður en göngugarpar halda á Everest og Lhotse.

Lína Móey verður ekki ein í för því félagar þeirra hjóna, nepalskur leiðsögumaður og sherpi verða með í för og munu þeir síðastnefndu aðstoða við burð á barni og farangri. Það má segja að þó Baltazar sé ungur að árun er hann vanur í fjöllunum því síðast þegar hann var á sama svæði var hann fimm mánaða bumbubúi. Góða ferð öll. — í/á Nepal.

Please follow and like us:

Athugasemdir

Athugasemdir

Er þetta áhugavert? Láttu aðra vita og taktu þátt